PDF · Útgáfa 2970-205-LEI-001-V02 — 11. október 2019
Fest­un burðar­lags vega

Þegar litið er til tegundar festunnar þá verður að hafa í huga að sementsfestun gefur stífa vegbyggingu á meðan bikið gefur sveigjanlega. Þannig gefur sementið aukinn yfirborðsstyrk, minni niðurbeygju og minna álag á undirlagið borið saman við bikbindingu. Þar sem hætta er á frostlyftingum eða öðrum mismunahreyfingum í vegbyggingunni er mælst til að nota bik til festunar sem viðheldur sveigjanlegri hegðun og á þess vegna betra með að taka upp hreyfingar. Svo virðist sem bikfestun sé viðkvæmari fyrir úrkomu og hitastigi við útlögn borið saman við sementsfestunina. Bikfestun er lengur að ná upp styrk heldur en sementsfestun, en stífni og niðurbeygjur festra burðarlaga virðast halda sér vel með tímanum.
Nauðsynlegt er að auka notkun staðbundinna efna og endurvinnslu núverandi efna. Það mun draga úr kostnaði við vegagerð, endurbætur og viðhald án þess að draga úr kröfum um frammistöðu. Styrkt efni hafa tilhneigingu til þess að endast lengur og draga þannig úr líkum á
endurbyggingu vega. Þær aðferðir sem eru notaðar við styrkingu og endurvinnslu eru framkvæmdar á meiri hraða heldur en endurbygging
að hluta eða öllu leyti. Auk þess virðast styrktar vegbyggingar vera betur í stakk búnar til þess að takast á við aukið álag bæði hvað varðar massa sem og fjölda ökutækja og gefa betri frammistöðu í blautum skilyrðum.

Frestun burðarlags vega
Höfundur

Þorbjörg Sævarsdóttir, EFLA Jón Magnússon, Vegagerðin Bergþóra Kristinsdóttir, EFLA

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri Efla:Þorbjörg Sævarsdóttir, Verkefnastjóir og fulltrúi verkkaupa: Jón Magnússon Þórir Ingason

Skrá

festun-burdarlags-vega.pdf

Sækja skrá