PDF · Útgáfa 2970-279-SKY-001-V01 — 24. júní 2019
Endurunn­in steypa í burðar­lög vega

Nýbygging mannvirkja krefst mikils magns náttúrulegra fylli- og
steinefna. Nýting þeirra er ekki talin umhverfisvæn þar sem efnistaka
breytir jafnvægi og ásýnd landsins. Þrátt fyrir að hægt væri að nýta nánast
alla steypu úr steyptum mannvirkjum sem brotin steinefni, þá er enn
mikið af efni urðað eða sett í landfyllingar. Endurunnin steypa hefur verið
og er notuð í styrktar- og burðarlög vega og stíga víðs vegar í heiminum
með góðri raun. Margar þjóðir og þar með taldar nágrannaþjóðir Íslands
kappkosta við að endurvinna, endurnýta og endurnota úrgang og
aukaafurðir sem falla til við iðnaðarframleiðslu.
Í verkefninu var steypa úr 70 ára gamalli byggingu prófuð og reynsla
annarra af notkun endurunninnar steypu tekin saman. Niðurstöðurnar
gefa tilefni til bjartsýni, þar sem efnið er gott og full ástæða er til að
endurvinna og nýta það.

endurunnin steypa
Höfundur

Vigdís Bjarnadóttir, Þorbjörg Sævarsdóttir, Guðni Jónsson og Sigurður Loftur Thorlacius

Verkefnastjóri

Þorbjörg Sævarsdóttir

Skrá

endurunnin-steypa-i-burdarlog-vega.pdf

Sækja skrá