Tilgangur verkefnisins er að afla áreiðanlegra heimilda (tölulegra gagna) um tæringu- og veðrunarþol hægtryðgandi stáls við íslenskar aðstæður með tilliti til notkunar í brúargerð. Framkvæma á tæringar- og veðrunarprófanir á hægtryðgandi stáli á nokkrum stöðum á landinu. Mikilvægt er að tengja niðurstöður prófana við veðurathugunar Veðurstofu Íslands og þá sérstaklega seltumælingar sem framkvæmdar eru í Reykjavík og á Írafossi. Kanna á notkunarmöguleika hægtryðgandi stáls í samgöngumannvirki hérlendis og athuga sérstaklega hagkvæmni fyrir brúargerð. Mögulegur ávinningur af notkun hægtryðgandi stáls í brúargerð er tvíþættur. Umtalsverður kostnaður sparast á framkvæmda- og líftíma brúarinnar þar sem ekki þarf að yfirborðsmeðhöndla, þ.e. ryðverja og mála stálið. Um leið minnkar umhverfisfótspor mannvirkisins vegna þessa efnissparnaðar. Niðurstöður munu nýtast við mikilvægar ákvarðanatökur við hönnun brúa hérlendis og vera verkfæri fyrir hönnuði, framkvæmdaraðila og eigendur brúa á Íslandi.
Kristín Helgadóttir, Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson