Brúalegur eru skilgreindar skv. ÍST EN 1337-1:2000 sem búnaður (e: element) sem gegnir því hlutverki að leyfa innbyrðis snúning milli tveggja burðarvirkjahluta og flytja álag skilgreint við tilteknar aðstæður, koma eftir atvikum í veg fyrir færslur (e: fixed bearing), leyfa færslu aðeins í eina átt (e: guided bearing) eða í allar áttir í plani (e: free bearing) eða eins og mælt er fyrir um í hverju tilviki. Í stað þess að útbúa brúalegurnar sjálfar með stýringum er gjarnan í staðinn komið fyrir sjálfstæðum málmfestingum, færslustýringum (e: restraint bearing), sem leysa þann þátt og geta eftir útfærslum hindrað hreyfingar í eina eða fleiri áttir.
Gylfi Sigurðsson og Aron Bjarnason