PDF · maí 2015
Niður­brot óbund­ins burðar­lags undir sveifl­andi álagi – áfanga­skýrsla 2

Tilgangur verkefnisins er að kanna hvort raunhæft sé að nota gangfræðilegt (e. dynamic) þriásapróf til að spá um niðurbrot burðarlagsefna undir umferð, þ.á.m. myndun fínefna af því tagi sem spillir burðargetu burðarlags.

Þessi skýrsla fjallar um prófanir sem voru gerðar í 2. áfanga verkefnisins. Við prófanirnar var notuð aðferð sem var þróuð í 1. áfanga. Sýni af burðarlagsefni er prófað í þríás þar sem hliðarstuðningurinn er stöðugur (200 kPa) meðan á prófinu stendur en lóðrétta álagið er látið sveiflast á bilinu 200 til 900 kPa.

Niðurbrot óbundins burðarlags undir sveiflandi álagi
Höfundur

Ásbjörn Jóhannesson, Hafsteinn Hilmarsson, Oddur Þórðarson

Skrá

nidurbrot-obundins-burdarlags-undir-sveiflandi-alagi.pdf

Sækja skrá