Verkefnið gengur út á að nýta íslenskar lífolíur, annars vegar dýrafitu og hins vegar úrgangssteikingarolíu til mýkingar bindiefnis sem notað er til klæðinga í vegagerð. Gera átti tilraunir með blöndu af metylesterum úr þessum efnum til mýkingar biksins. Verkefnið er framhaldsverkefni, en í fyrri áfanganum var unnið við ransóknir á lífolíunni, hún efnagreind og nokkrar blöndur lífolíu og biks rannsakaðar. Lagðir voru út tilraunakaflar haustið 2012 og voru þeir metnir á vordögum 2013.
Óþekktur, unnið af Vegagerðin, Mannvit, Orkey, SHJ ehf