PDF · maí 2015
Klæð­ingar, rann­sókn­ir og þróun á próf­unar­aðferð­um – 4. áfangi

Í þessum fjórða áfanga verkefnis um rannsóknir og þróun á prófunaraðferðum fyrir klæðingar voru rannsóknaþættirnir nokkrir og sjá má hér að neðan:
i. Kanna efniseiginleika nýrra sýna af klæðingarefnum í steinefnabanka. Flokkuðu klæðingarefnin sem safnað hefur verið í stór fiskiker eru Seljadalur, Hólabrú, Lambafell, Neðri-Mýrar, Grímsá og Skútar. Til stóð að fá einnig sýni af Bláhæðarefni og úr Uppsalanámu, en það hefur frestast enn um sinn.

ii. Kanna heppilegt hitastig útsprautunar á mismunandi bindiefnisblöndum af hvítspíra og lýsi (etylester úr lýsi). Mæld var hreyfðarseigja á sex blöndum við mismunandi hitastig, sem sagt 2 % lýsi og 3 % spíri, 2 % lýsi og 4 % spíri, 2 % lýsi og 5 % spíri, 3 % lýsi og 2 % spíri, 3 % lýsi og 3 % sprír, og 3 % lýsi og 4 % spíri. Til samanburðar var prófað þjálbik með 6,5 % lýsi.

iii. Prófa viðloðun bindiefnisblandna af hvítspíra og lýsi í mismunandi hlutföllum. Prófuð var viðloðun í sömu blöndum og tilteknar eru í lið ii. með raunblönduprófi.

iv. Kanna virkni viðloðunarefna með tíma. Nú hefur virkni viðloðunarefnanna Wetfix N, TPH, Impact 8000, Redyset, Wetfix BE og Redycote verið könnuð með hrærsluprófi (raunblönduprófi) með steinefni frá Seljadal og við 130°C.

Rannsóknir á klæðingarefnum-Stöðuskýrsla 4
Höfundur

Pétur Pétursson

Skrá

rannsoknir-a-klaedingarefnum-stoduskyrsla-4.pdf

Sækja skrá