PDF · Útgáfa 001 — nóvember 2015
Ástand spennikapla í steypt­um brúm

Í íslenska vegakerfinu eru samtals í kringum 1200 brýr og samanlögð lengd þeirra er yfir 30 km. Margar af þessum brúm eru svokallaðar eftirspenntar brýr, þ.e. í steyptri yfirbyggingu þeirra eru ídráttarrör með spenniköplum úr stáli. Þessir kaplar eru spenntir upp og þjóna þeim tilgangi að minnka togspennur í steypunni. Á Íslandi hefur eftirlit með spenniköplum ekki verið til staðar og nú eru margar eftirspenntar brýr í íslenska
vegakerfinu komnar á þann aldur að nauðsynlegt er að gefa þessum málaflokki aukinn gaum. Þessi skýrsla veitir yfirlit yfir algengar aðferðir sem beitt hefur verið við eftirlit með eftirspenntum brúm. Stuðst er við skýrslur, bækur og fræðigreinar þar sem aðferðunum er lýst, fræðilegur bakgrunnur þeirra útskýrður og greint frá niðurstöðum fyrri prófana. Aðferðirnar eru metnar út frá kostnaði, tíma, nauðsynlegri þjálfun og þekkingu mælenda, nákvæmni og umfangi niðurstaðna, reynslu og nauðsynlegu aðgengi. Er það mat skýrsluhöfundar að mestur hagur sé í að taka sjónrænt mat, impact-echo aðferðina og ultrasonic-imaging aðferðina til frekari skoðunar með eftirlit með íslenskum brúm í huga og jafnframt segulstraumlekaaðferð ef miklar skemmdir á graut í ídráttarrörum koma í ljós. Einnig mætti skoða acoustic-emission aðferðina nánar m.t.t. vöktunar á brúarmannvirkjum.

Ástand spennikapla í steyptum brúm
Höfundur

Baldvin Einarsson

Verkefnastjóri

Guðmundur Valur Guðmundsson

Skrá

astand-spennikapla-i-steyptum-brum.pdf

Sækja skrá