PDF · 04. desember 2014
Völt­un í vega­gerð, leið­bein­ingar og þróun verklags

Markmið verkefnis er að þróa og innleiða nýjungar fyrir stjórnun völtunar á efnum í vegagerð og útbúa gögn um framkvæmd eftirlits með þjöppun.
Gerðar eru tillögur að leiðbeiningum fyrir þjöppun mismunandi efna, allt frá undirstöðu til slitlags og sett fram drög að þjöppunarkröfum
sem nota má við útboðslýsingar. Fjallað er sérstaklega um mat á þjöppun með stöðugum þjöppugreiningarbúnaði með mótstöðumælingu og sjálfvirkri orkustýringu valtara sem kallað hefur verið „Intelligent Compaction“ sem og aðrar aðferðir sem notaðar eru við eftirlit með völtun í dag.

Völtun í vegagerð, leiðbeiningar og þróun verklags
Höfundur

Davíð Sigurðsson

Verkefnastjóri

Haraldur Sigursteinsson er leiðbeinandi

Skrá

voltun_i_vegagerd_leidbeiningar_og_throun_verklags-lokaverkefni-fra-2014.pdf

Sækja skrá