PDF · júlí 2012
Verklag við breikk­anir vega

Megin markmið verkefnisins er að færa hönnunarleiðbeiningarnar og þær hannanir breikkana sem unnar eru samkvæmt þeim í þannig búning að árangur verði eins og að er stefnt. Hér er stefnt að fáum leiðbeiningum en skýrum svo tækjakostur og nýting tækja verði sem hentugastur við þessi verk. Öryggi vegfarenda er snar þáttur í grunnhugsuninni að baki leiðbeiningunum þótt þeim sem hafa unnið þessar leiðbeiningar sé full ljóst að allar aðgerðir á vegi undir umferð eru áhættuþáttur. Einn þátturinn er að meðferð efnisins sem nota skal við breikkunina rýri ekki efnisgæðin og að vinnuaðferðir rýri ekki gæði vegarins sem verið er að breikka. Annar þáttur snýr að því að þeir sem vinna verkið geti unnið það án þess að upp komi ófyrirséð verkefni sem hefði þurft að vinna áður en breikkunin sjálf er unnin.

Verklag við breikkanir vega
Skrá

verklag_vid_breikkanir_vega.pdf

Sækja skrá