PDF · júní 2012
Rýrn­un stein­steypu

Í þessu meistaraverkefni voru gerðar rannsóknir á rýrnun steinsteypu. Gerðar voru mismunandi steypublöndur og úr þeim steyptir strendingar til rannsókna. Rannsóknirnar snéru að ýmsum þáttum sem viðkomu annað hvort blöndun á steypunni sjálfri eða meðhöndlun hennar. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir; fylliefni, sement, eftirmeðhöndlun, efjumagn, litarefni, rýrnunarvari, vatns-sements hlutfall og innihald lofts. Einnig voru tekin sýni frá steypustöðvum til athugunar. Öll sýni voru svo
mæld reglulega til að skrá lengdarbreytingu þeirra.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að steinsteypa með íslenskum fylliefnum rýrnaði aðeins meira en steypa með norskum fylliefnum. Steypa með íslensku
sementi virðist koma betur út en steypa með dönsku og norsku sementi. Einnig hefur rétt eftirmeðhöndlun mikið að segja. Litarefni í steinsteypu getur haft áhrif á rýrnun, til dæmis kom steypa með litarefni unnu úr járnoxíð mun betur út en steypa með litarefni unnu úr kolum Rýrnunarvari dregur verulega úr rýrnun steypunnar. Hlutfall
efju skiptir miklu máli varðandi rýrnun steypunnar, með auknu magni efju eykst rýrnun. Við aukið vatns-sements hlutfall jókst rýrnun einnig, sérstaklega ef það var
komið yfir 0,6. Niðurstöður gáfu til kynna að loftinnihald steypunnar hafi ekki marktæk áhrif á rýrnun nema að það sé komið yfir 8% af rúmmáli. Steinsteypa pöntuð frá
steypustöðvum kom illa út í samanburði við steypu sem gerð var á rannsóknarstofunni.

Rýrnun steinsteypu
Höfundur

Eva Lind Ágústsdóttir

Ábyrgðarmaður

Ólafur H. Wallevik, Halldór G. Svavarsson

Skrá

ryrnun_steinsteypu.pdf

Sækja skrá