Afvötnun er einn af mikilvægustu þáttum sem þarf að hafa í huga við hönnun og viðhald vega. Almennt er talið að vegir virki vel og endist lengur við þurrar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á að léleg afvötnun er oft aðalorsök skemmda á vegi og skapar vandamál varðandi langtíma viðhald vegarins. Samt sem áður hefur þessari þekkingu ekki alltaf verið beitt í raun með þeim afleiðingum að almennt er afvötnun vegakerfa ekki í góðu ásigkomulagi. Fyrri ROADEX verkefni hafa sýnt fram á að léleg afvötnun er eitt stærsta vandamál sem steðjar að fáförnum vegum í dreifbýli norðurjaðarsvæða Evrópu og hluta stofnvegakerfa svæðanna. Endurbætur á og viðhald afvötnunarkerfa hefur því mikil áhrif í átt að minna niðurbroti vega og hafa ROADEX rannsóknir sýnt fram á endurbætur á afvötnun getur aukið líftíma slitlags 1,5 til 2,0 sinnum. Aðgerðir er miða að betri afvötnun eru því mjög ábatasamar og skila sér í meiriháttar sparnaði í árlegum viðhaldskostnaði slitalags.
Annele Matintupa og Seppo Tuisku