Rannsókn þessi, sem var styrkt af Vegagerðinni og Landsvirkjun, var gerð til að finna fylgnistuðul milli einásbrotstyrk (UCS) og punktálagsstyrk (PLI) fyrir mismunandi berggerðir á vegganga og virkjunarstöðum. Annars vegar voru gerðar einásabrotprófanir á völdum bergsýnum úr rannsóknarborholum á nokkrum fyrirhuguðum og núverandi gangaleiðum vegganga og hins vegar voru borin saman gildi frá virkjunarsvæðum Kárahnjúkavirkjunar og neðri Þjórsár, þar sem hvort tveggja höfðu verið gerð punktálags- og einásabrotpróf .
Þó frávik mælinga sé mikið benda niðurstöður athugunar greinilega til þess að fylgni milli UCS og PLI er háð berggerð og styrk bergs. Áætla má gildi fyrir UCS út frá PLI prófunum með jöfnunni UCS = 11 x PLI í veldinu 1,2 eða með tröppufalli sem fléttast um þessa jöfnu. Tröppufallið er samhljóma niðurstöðum norðmanna, fyrir hlutfall milli UCS og PLI, fyrir PLI < 6 en er lægra fyrir PLI > 6.
Matthias Loftsson og Benedikt Óskar Steingrímsson - Mannvit