PDF · Útgáfa NMÍ 09-05 — mars 2009
Mat á eigin­leik­um malbiks fyrir íslenskar aðstæður – áfanga­skýrsla

Þær malbiksblöndur sem nú eru notaðar hérlendis voru fyrst hannaðar fyrir aldarfjórðungi síðan og hafa í raun lítið breyst síðan þá. Notast hefur verið við Marshall aðferðina við hönnun malbiks og hefur sú aðferð jafnframt verið notuð við eftirlit með malbiksframleiðslu. Stórt á litið er slitlagsmalbik haft með eins lága holrýmd og kostur er og hefur ekki verið talin hætta á að það geti skriðið til vegna sumarhita svo nokkru nemi. Síðar, eða um og upp úr 1990, var farið að nota steinríkar og slitsterkar malbiksblöndur (SMA) og var þá stuðst við erlendar hönnunaruppskriftir en með nauðsynlegri aðlögun að íslenskum efnum og innfluttu biki og íblöndunarefnum.

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður
Höfundur

Arnþór Óli Arason og Pétur Pétursson - NSMÍ

Skrá

mat_a_eiginl_malbiks_isl_adstaedur.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Áfangaskýrsla