Þróað hefur verið reiknilíkan sem reiknar yfirborðshita vegar og stöðu íss í burðarlögum fram í tímann á grundvelli veðurspár. Líkanið hefur verið keyrt daglega og fínstillt fyrir mælistöð við Skálholt. Þessar keyrslur hafa gengið mjög vel og niðurstöður þeirra sýna að með fínstillingu á líkaninu fæst góð fylgni milli mældrar og reiknaðrar stöðu íss í burðarlögum, sem og veghita.
Skúli Þórðarson og Anton Þórólfsson - Vegsýn