PDF · Útgáfa 09-11 — september 2009
Líkan til saman­burðar á hagkvæmni steyptra og malbik­aðra slit­laga

Líkan og forrit til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Skýrslan lýsir reiknilíkani sem má nota til að bera saman hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga á fjögurra akreina vegi með miðlungs umferð. Líkanið reiknar samanlagðan stofn- og viðhaldskostnað fyrir 40 ára tímabil og finnur núvirði hans. Líkanið leyfir breytingar á einingaverðum og reiknivöxtum en aðrir stikar eru fastir. Hægt er að velja um fáeinar mismunandi viðhaldsaðferðir og einnig milli 2 % og 4 % umferðaraukningar á ári. Líkanið er gert með fyrirhugaða tvöföldun Hringvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss í huga en því má beita á aðra vegarkafla þar sem aðstæður eru svipaðar.

Hér er að finna líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga og forrit (snið EXCEL 2003 eða yngra) reiknar núvirtan stofn- og viðhaldskostnað fyrir tvær slitlagsgerðir, malbik (SMA16) og steypu (C60) ásamt notendaleiðbeiningum fyrir forritið