Í ársbyrjun 2003 hófst tilraunaverkefni, þar sem á fyrsta ári voru lagðir út 60 metra langir tilraunakaflar með klæðingu úr völdum efnum af Vestfjörðum, 11 kaflar í
Tungudal og 9 í Önundarfirði. Aðalmarkmið verkefnisins er að bera saman efni úr þeim berg- og malarnámum sem verið er að nota, til að sjá hvaða efni á að leggja áherslu á að nota sem mest. Jafnframt að nota þá reynslu til að velja nýja vinnslustaði. Til viðbótar því sem var lagt 2003 var ákeðið að leggja sex nýja tilraunakafla á veginn milli
Ísafjarðar og Hnífsdals um haustið 2005, þar sem umferð er mun meiri en á þeim stöðum sem lagt hafði verið á áður.
Úttektir á ástandi kaflanna hafa farið fram á ári hverju frá útlögn þar sem teknar eru ljósmynir, teiknuð skemmdarkort og almennu ástandi kaflann er lýst. Talsverður munur
er orðinn á tilraunaköflunum, annars vegar eftir staðsetningu og hins vegar innbyrðis milli kafla.
Pétur Pétursson - NSMÍ