PDF · júlí 2008
Mat á sveifl­um í göngu­brúm, leið­bein­ingar og hönn­unar­viðmið – loka­skýrsla um verk­efnið Hönn­unar­viðmið fyrir sveiflu­hegð­un göngu­brúa

Markmiðið með þeim hönnunarviðmiðum sem sett eru fram í þessari skýrslu er að eigendur göngubrúa geti skilgreint á grundvelli þeirra, æskilega hegðun þeirra vegna umferðar gangandi og hlaupandi vegfarenda í samráði við hönnuði. Viðmiðin eru ekki sett til að vera takmarkandi fyrir framsækna hönnun heldur miða að því að hönnuðir og eigendur mannvirkjanna hafi sameiginlegan skilning á því hvers konar hegðun skuli stefnt að strax á undirbúningsstigi hönnunar til að koma í veg fyrir mögulegan kostnaðarauka vegna lagfæringa eða óánægju notenda göngubrúanna eftir að brúin hefur verið tekin í notkun.

Mat á sveiflum í göngubrúm, leiðbeiningar og hönnunarviðmið
Höfundur

Guðmundur Valur Guðmundsson, Einar Þór Ingólfsson og Baldvin Einarsson - Línuhönnun

Skrá

sveiflur_gongubrum-leidbeiningar.pdf

Sækja skrá