PDF · mars 2008
Frágangur og hönn­un sker­inga

Á seinustu áratugum hafa kröfur um gott útlit vega komið sífellt sterkara fram við hönnun þeirra og undirbúning og aðlögun vega að landi hefur orðið mikilvægari. Á framkvæmdatíma þegar skorið er í hæðir eða fyllt í djúpar lægðir er verið að breyta landslaginu til frambúðar. Sjónræn áhrif af skeringum eru almennt talsverð en með því að aðlaga skeringar sem best að landslagi er hægt að draga úr áhrifunum.

Í eftirfarandi greinargerð eru teknar saman upplýsingar um almennar forsendur þess hvernig skeringar meðfram vegum eru hannaðar. Fjallað er um; evrópska landslagssamninginn, hvernig vegaframkvæmdir samræmast lögum um náttúruvernd, um umhverfisstefnu Vegagerðarinnar, leiðbeiningar vegna hönnunar vega, vegstaðal, hugbúnað sem notaður er við hönnun vega, snjóhönnun vega, rannsóknarskýrslu sem fjallar um sjónræn áhrif í íslenskri vegagerð, kennsluefni um hönnun vega í samræmi við landslag og sænskar leiðbeiningar um skeringar.

Frágangur og hönnun skeringa
Höfundur

Helga Aðalgeirsdóttir, Gunnar H. Jóhannesson og Kristján Kristjánsson

Skrá

fragangur-og-honnun-skeringa.pdf

Sækja skrá