PDF · júní 2007
Yfir­borðs­bylgju­mælingar og ysjunar­hætta

Skúfbylgjuhraði jarðefna er nátengdur stífni þeirra. Stífnin er svo aftur tengd burðarþoli jarðvegs. Mælingar voru gerðar voru á skúfbylgjuhraða sands nærri yfirborði hans á tveimur stöðum á Skeiðarársandi með svokallaðri yfirborðsbylgjuaðferð. Yfirborðsbylgjuaðferðin var þróuð snemma á níunda áratugnum sem fljótleg og ódýr aðferð til að meta stífni jarðvegs nærri yfirborði. Hún felst í því að yfirborðsbylgja er framkölluð í jarðveginum með lóðréttu höggi. Hraðanemum sem komið er upp í beinni línu nema bylgjuna og er bylgjuhraðinn ákvarðaður út frá tímamismuninum á merkinu. Tíðnirófsgreining er framkvæmd á gögnunum og fást þá upplýsingar um Rayleighbylgjuhraða sem fall af dýpi. Rayleighbylgjuhraða má umbreyta í skúfbylgjuhraða.

Hægt er að meta ysjunarhættu jarðvegs út frá gögnum um skúfbylgjuhraða hans. Þetta er gert með aðferð sem kölluð er einfaldaða aðferðin. Í henni er dýnamískt
skúfspennuhlutfall ákvarðað útfrá mati á yfirborðshröðun eða skúfspennu og borið saman við dýnamískt mótstöðuhlutfall sem meðal annars er háð skúfbylgjuhraðanum í
jarðveginum.

Yfirborðsbylgjumælingar og ysjunarhætta
Höfundur

Leifur Skúlason Kaldal - HÍ

Skrá

yfirbordsbylgjumaelingar.pdf

Sækja skrá