PDF · Útgáfa VH-2007-070 — júní 2007
Skynjarar í kápu­steypu Borgar­fjarðar­brúar

Í yfirborði kápusteypunni frá 2004 er yfirborð steypunnar nánast aldrei í hættu á frost/þíðu-skemmdum. Sjávarföllin valda því að frost/þíðu-sveiflan verður aldrei mikil (hámark um +/- 2-3 °C) og síðan þegar lofthitinn fer niður í um – 8 °C , þá nær sjórinn ekki að hita steypuna upp fyrir frostmark, því er lítil hætta á frostskemmdum í yfirborði steypunnar.

Hitastigsmælingar eins og hafa verið framkvæmdar í kápusteypun í Borgarfjarðarbrú geta veitt mikilvægar upplýsingar um ástand og endingu viðkomandi mannvirkis. Að saman skapi þarf að gefa þessum skynjurum tíma til þess að vinna sitt hlutverk og nauðsynlegt er að safna nægjanlegum upplýsingum frá þeim. Þessar upplýsingar er síðan hægt að notað við ástandsmat mannvirkisins.

Tæringasellunum var komið fyrir í steypunni í október 1999. Ýmis vandamál hafa komið upp, sem hafa orðið til þess að mæliniðurstöðurnar hafa reynst bæði ótrúverðugar og ósambærilegar. Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort tæring eigi sér stað í einhverjum anóðu-katóðu pörum, eða hvenær tæringarhætta skapast í bendistálinu. Eins og staðan er í dag er því ekki hægt að mæla með notkun á svona tæringasellum til þess að spá fyrir um tæringarhættu í mannvirkjum.

Skynjarar í kápusteypu Borgarfjarðarbrúar
Höfundur

Gísli Guðmundsson - VGK hönnun

Skrá

skynjarar-i-kapusteypu-borgarfjardarbruar.pdf

Sækja skrá