Þekkt er að ummyndun og veðrun hafa slæm áhrif á endingu steinefnis sem notað er til mannvirkjagerðar. Ummyndunar- og veðrunarstig er ákvarðað með berggreiningu sem gerð er skv. Berggreiningakerfi Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Það er fljótleg og ódýr aðferð sem veitir upplýsingar um samsetningu og eiginleika efnisins og er eina prófið sem tekur tillit til misleitni þess. Vandamál er hins vegar að mörkin milli ummyndunarflokka eru óljós auk þess sem ekki er gerður greinarmunur á gerð ummyndunarsteinda. Markmið þessa verkefnis er fyrst og fremst að setja saman skilvirkari berggreiningu sem metur notkunareiginleika á magnbundinn hátt. Áhersla verður lögð á að skerpa skilin milli 2. og 3. gæðaflokks berggreiningakerfisins. Markmiðið er enn fremur að öðlast skilning á hinum mældu breytistærðum sem rekja má til
upphafssamsetningar og ummyndunarstigs efnisins, og jafnframt því að meta hvaða próf lýsa ummyndun efnisins best
Sigurveig Árnadóttir - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins