PDF · Útgáfa 07001 — júlí 2007
Jarð­skjálft­ar: Yfir­lit yfir hröð­unar­mælingar árin 2005 og 2006

Skýrsla um verkefnið "Jarðskjálftamælingar í brúm"

Þetta rit fjallar um hröðunarmælingar árin 2005 og 2006. Gefið er yfirlit yfir Íslenska hröðunarmælanetið, sem er sjálfvirkt mælanet sem skiptist í svonefndar grunnmælistöðvar og fjölnemakerfi. Grunnmælistöðvarnar eru staðsettar í sérstaklega völdum mannvirkjum sem dreifast um megin jarðskjálftasvæði Íslands. Fjölnemakerfin eru einkum staðsett í stíflum og orkumannvirkjum.

Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið á landinu á þessu tímabili og aðeins mælst jarðskjálftar sem flokka má sem óverulega eða litla. Þeir bæta því litlu við þau gögn sem
þegar hefur verið aflað. Þau má nálgast á vefsíðunni http://www.ISESD.hi.is. Þar eru bæði frumgögn, leiðrétt gögn svo og afleidd gögn, meðal annars jarðskjálftasvörunarróf, ásamt upplýsingum um stærð og staðsetningu atburðanna. Úrval þessara gagna hefur einnig verið gefið út á geisladiski sem tekur sérstaklega mið af þörfum verkfræðinga svo og Evrópustaðli um jarðskjálfta (EUROCODE 8).

Að lokum er horft til framtíðar og fjallað um þörfina fyrir áframhaldandi mælingar. Niðurstaðan er sú að nauðsynlegt sé að halda mælingum áfram. Í þessu sambandi er horft til upphaflegra markmiða, en einnig tekið mið af þróuninni undanfarin ár, svo og þeim hugmyndum um hröðunarmælingar sem settar hafa verið fram erlendis.

Jarðskjálftar Yfirlit yfir hröðunarmælingar árin 2005 og 2006
Höfundur

Ragnar Sigbjörnsson og Símon Ólafsson - Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði

Skrá

jardskjalftamaelingar-2005-2006.pdf

Sækja skrá