PDF · Útgáfa 07-05 — maí 2007
Bikþeyta til klæð­inga: Áfanga­skýrsla 4

Skýrsla þessi er fjórða áfangaskýrsla um verkefnið „ Bikþeyta til klæðinga“ sem hófst í maí 2002. Þessi skýrsla fjallar um verk ársins 2006 Á árinu voru lagðir tveir tilraunakaflar og var annar á Hringvegi í Borgarfirði, en hinn á Hvalfjarðarvegi undir Eyrarfjalli. Í skýrslunni eru kaflar um framkvæmd útlagnar, ýmis próf á bikþeytu og steinefnum og sambandi þeirra. Einnig er greint frá úttektum á tilraunaköflum frá fyrri áföngum og þessum.

Árangur tilrauna ársins olli vonbrigðum. Steinlos kom fram strax í kaflanum á Hringvegi og jókst það eftir fyrstu frost. Kaflinn í Hvalfirði kom betur út, en vart var við steinlos eftir fyrstu frost. Árangurinn er lakari en á árinu 2005. Þó ber að geta þess að við tilraun árið 2003 komu fram svipuð einkenni, steinlos við og eftir fyrstu frost. Þá ber og að nefna að betur gengur að leggja klæðingu með bikþeytu á umferðarminni vegi en umferðarmeiri og að árangur er betri með smærra steinefni (8-11) en grófara (11-16). Eftir tilraunir ársins 2005 var það mat okkar sem að þessum tilraunum standa að tímabært væri að hefja innleiðingu aðferðarinnar í almenn verk Vegagerðarinnar. Árangur ársins 2006 breytir því mati. Teljum við ráðlegt að staldra við og endurskoða stöðuna.

Nauðsynlegt er að tryggja árangur þessarar aðferðar betur áður en hún er innleidd í almennum verkum. Fimm manna nefnd frá Vegagerðinni og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafði umsjón með verkefninu. Hélt nefndin átta fundi vegna þessa áfanga.

Bikþeyta til klæðinga Áfangaskýrsla 4
Höfundur

Arnþór Óli Arason - Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins

Skrá

biktheyta-til-klaedinga-af.sk_.4-rbsk0705.pdf

Sækja skrá