PDF · janúar 2006
Virkni vegriða við vetrar­aðstæð­ur, Orion ráðgjöf og Vega­gerð­in

Aðalhvatinn að þessu verkefni er sú staðreynd að notkun vegriða eykur vandamál vegna skafrennings á vegum, en skafrenningur veldur slæmu skyggni og getur leitt til snjósöfnunar á veg.

Verkefnið hefur þrjú meginmarkmið:
1. Safna skal gögnum um erlenda og innlenda reynslu af virkni mismunandi vegriðstegunda við vetraraðstæður.
2. Gera skal grein fyrir aðgerðum sem draga úr eða eyða þörfinni fyrir vegrið á stöðum þar sem vegrið væri annars talið æskilegt.
3. Prófa skal úti í mörkinni ólíkar vegriðsgerðir sem reynst hafa vel við vetraraðstæður erlendis, og líklegar eru til þess að henta á Íslandi. Einnig skal stefnt að því að prófa
aðrar aðgerðir sem fram koma í lið 2. Endafrágang vegriða ætti að skoða sérstaklega.

Virkni vegriða við vetraraðstæður, Orion ráðgjöf og Vegagerðin
Höfundur

Auðunn Hálfdanarson Árni Jónsson Daníel Árnason Guðmundur Ragnarsson og Skúli Þórðarson - Orion

Skrá

virkni-vegrida-vid-vetraradstaedur-afangaskyrsla-ii-vg0102sk2.pdf

Sækja skrá