PDF · nóvember 2006
Leið­bein­ingar um hönn­un 2+1vega

Markmið verkefnisins er að útbúa leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að hönnun 2+1 vega á Íslandi. Verkefnið er unnið fyrir Rannsóknarráð Vegagerðarinnar. Verkefnið var unnið af Línuhönnun í samstarfi við Vegagerðina og Fjölhönnun.

Einungis einn 2+1 vegakafli er til hér á landi, Hringvegur á milli Litlu kaffistofunnar og Hveradalabrekku og var hann tekinn í notkun haustið 2005. Þó eru til vegir sem hafa
klifurreinar, t.d. Suðurlandsvegur í Hveradalabrekku, en þeir eru ekki eiginlegir 2+1 vegir, þó að þeim svipi til slíkra vega.

Þar sem reynsla af hönnun 2+1 vega er af skornum skammti hér á landi, var tilgangur rannsóknarinnar að setja saman leiðbeiningar um hönnun 2+1 vega. Athugað var hvernig Norðurlandaþjóðirnar og önnur nágrannalönd okkar standa að hönnun og gerð 2+1 vega. Svíar standa fremstir í gerð og notkun 2+1 vega með vegriði á miðdeili og því er stuðst mikið við reynslu þeirra.

Greinargerðin tekur á hönnun 2+1 vega í dreifbýli. Saga 2+1 vega er rakin í stuttu máli og skoðað við hvaða aðstæður er æskilegt að byggja 2+1 vegi. Leiðbeint er um
val á þversniði, staðsetningu og vali á vegriðum, hönnun skiptisvæða og vegamóta. Tekið er á yfirborðsmerkingum og skiltun 2+1 vega, lýsingu þeirra og notkun
öryggisgátta. Að endingu er fjallað um óvarða vegfarendur, umferðaröryggi, arðsemi, umferðarrýmd og hámarkshraða 2+1 vega.

Leiðbeiningar um hönnun 2+1vega
Höfundur

Bryndís Friðriksdóttir, Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun, Erna Bára Hreinsdóttir, Auður Þóra Árnadóttir, Vegagerðin, Aldís Ingimarsdóttir, Þórunn Málfríður Ingvarsdóttir, Fjölhönnun

Skrá

leidb_honnun_21_vega_14122006.pdf

Sækja skrá