PDF · febrúar 2006
Gerð tilraunap­alls vegna undir­búnings Suður­strandar­vegar – Greina­gerð

Þegar undirbúning hófst við lagningu Suðurstrandarvegar við Þorlákshöfn var gert ráð fyrir að allt efni í burðarlög og klæðingu yrðu tekin úr grjótnámu, svokallaðri
Hafnarsandsnámu sem er fyrir norðan Þorlákshöfn. Náman hefur verið notuð í hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn og hefur verið tekið töluvert magn rofvarnargrjóts úr
námunni. Náman er í dyngjuhrauni sem rann frá Heiðinni háu yfir land við Þorlákshöfn og myndar það yfirborð berggrunns langleiðina vestur að Selvogi.

Yfirborð hraunsins er stór blöðrótt og ná blöðrur niður á um 1,5-2 m dýpi. Þar undir er hraunið þéttara niður á 8-10 m dýpi. Þrátt fyrir að bergið hafi staðist leiðbeinandi kröfur um berggreiningu og hafi fallið nánast allt í annan flokk þá reyndist bergið vera mjög veikt vegna þess að glufur eru á milli einstakra kristalla í berginu en ekki eiginlegar blöðrur. Það á sérstaklega við um bergið sem er undir blöðrótta hluta hraunsins. Bergið brotnar því mjög niður í styrkleikaprófum. Öfugt við því sem við mætti búast kemur blöðrótta lag hraunsins betur út úr styrkleikaprófum en efni úr „þéttari“ kjarna hraunsins. Almennt stenst hraunið ekki þær kröfur gerðar eru til efna í burðarlög og klæðingu sem eru settar fram í „Leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur“ (óbirt rit) sbr. töflur 1, 2 og 3.

Í tengslum við þetta verk voru einnig skoðaðar þrjár aðrar námur í nágrenni Þorlákshafnar. Það voru námurnar í Lambafelli , í Sandfelli og fyrir sunnan bæinn Hraun í Ölfusi. Efni úr Lambafelli og hluti efnisins í námunni fyrir sunnan Hraun stóðst kröfur Vegagerðarinnar um efni í burðarlag. Lambafellið er í töluverði fjarlægð frá Þorlákshöfn og því ekki spennandi kostur fyrir þetta verk. Efnið í Hraunsnámunni er blandað og erfitt er að flokka betra efnið frá. Það leiðir til þess að ekki er hægt að tryggja að þar fáist betra efni en úr Hafnarsandsnámunni.

Gerð tilraunapalls vegna undirbúnings Suðurstrandarvegar - Greinagerð
Höfundur

Hersir Gíslason

Skrá

060210-tilraunavegur-lysing.pdf

Sækja skrá