PDF · Útgáfa 06-01 — febrúar 2006
Bikþeyta til klæð­inga, 3. áfanga­skýrsla

Skýrsla þessi er sú þriðja um verkefnið „ Bikþeyta til klæðinga“ sem hófst í maí 2002. Fyrri áfangaskýrslur komu út í ársbyrjun 2004 og 2005 og var þar greint frá stöðu mála
til þess tíma. Í þessari skýrslu er greint frá verkefnum ársins 2005. Þau voru einkum þríþætt:
1. Fylgst var með tilraunaköflum sem lagðir voru sumrin 2003 og 2004. Þeir voru allir skoðaðir í maí 2005 og sumir einnig síðar.
2. Gerðar prófanir á bikþeytum og steinefnum í rannsóknastofum.
3. Lagðir út tilraunakaflar á tveimur stöðum við Hvalfjörð í júlí 2005 og fylgst með þeim fyrstu mánuðina.
Klæðingarkaflar úr fyrri áföngum hafa reynst misjafnlega, sumir allvel. Framleiðsla bikþeytu og útlögn tilraunakafla í þessum áfanga tókst með ágætum. Kaflar þeir sem
lagðir voru líta vel út nú í ársbyrjun 2006.

Þróun bikþeytu, bætt framleiðslutækni, þekking á efnum og útlögn hefur skilað þeim árgangri á tíma verkefnisins, að það er mat okkar sem að þessum tilraunum standa að
tímabært sé að hefja innleiðingu aðferðarinnar í almenn verk Vegagerðarinnar.

Bikþeyta til klæðinga, 3. áfangaskýrsla
Höfundur

Arnþór Óli Arason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

biktheyta-til-klaedinga-af.sk_.3rbsk0601.pdf

Sækja skrá