PDF · Útgáfa HN 2005-101 — desember 2005
Vist­væn steinefna­fram­leiðsla. Vélunn­inn sand­ur. Saman­tekt á Rann­sókn­um 2002-2004

Skýrslan skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn (kaflar 2 til 5) fjallar um helstu eiginleika vélunnins sands, vinnsluferli og framleiðslu hans á Íslandi, auk megin greiningaraðferða fyrir eiginleika hans. Seinni hlutinn (kafli 6) fjallar um áhrif vélunnins sands á vinnslueiginleika steinsteypu.

Á síðustu árum hefur verið skipt út aðferð til að mæla mettivatn í fylliefni. Samanburður á aðferðunum tveimur benda til þess að lægra gildi fyrir mettivatn mælist með nýju aðferðinni (sbr. ÍST EN 1097-6) en þeirri eldri (sbr. ÍST 10). Einnig sýna niðurstöður að framleiðsluaðferð hefur áhrif á mettivatn fylliefnis. Það skýrist væntanlega að hluta til af prófunaraðferðinni sjálfri en niðurstöður eru að einhverju leyti háðar kornalögun.

Dæmigerðar kornakúrfur fyrir vélunninn sand eru hangandi eða þétt kúrfa með háu fínefnisinnihald. Hefðbundin steinsteypa – Tvær blöndur voru gerðar með fylliefnum frá Alexander Ólafssyni. Fimm blöndur voru prófaðar með fylliefnum frá Arnarfelli þar sem hlutfall vélunnins sands í blöndunum var misjafnt. Ekki er talið að hlutfall vélunna sandsins skipti öllu máli. Mestu máli skiptir hvernig sandurinn er brotinn, lögun og hrjúfleiki kornanna og hlutfall fínefnis.

Sjálfútleggjandi steinsteypa – Blöndur voru gerðar með vélunnum sandi, annars vegar frá Arnarfelli og hins vegar frá Björgun. Vélunninn sandur er mjög æskilegur í steypugerð og framtíðin liggur í honum. Til þess að vélunninn sandur sé nýtanlegur í sjálfútleggjandi steinsteypu þarf að gæta vel að möluninni og hlutfall fínefnis má ekki vera hátt. Fínefni sem er minna en 1 µm er óæskilegt.

Vistvæn steinefnaframleiðsla.
Höfundur

Børge Johannes, Wigum Þorbjörg Hólmgeirsdóttir og Gísli Guðmundsson - Hönnun

Skrá

vistvaen_steinefnisframleidsla_vs_2005.pdf

Sækja skrá