PDF · Útgáfa HN 2005-081 — nóvember 2005
Virkni XYPEX í íslenskri stein­steypu

Helstu niðurstöður þessarar prófunar eru að XYPEX concentrate sé vænlegt til árangurs þegar kemur að viðgerðum á steypu. XYPEX virðist vera mjög virkt við að þétta lekar sprungur og klárlega þéttir efnið einnig yfirborðslag steypu. Við það að þétta yfirborðslag steypu er dregið úr eða komið í veg fyrir allar helstu steypu skemmdir, s.s. frostskemmdir, alkalívirkni og tæringu bendistáls. Miðað við þessar niðurstöður er XYPEX klárlega góður kostur sem alhliða viðgerðarefni.

Niðurstöður úr prófunum með XYPEX admix eru ekki eins augljósar og með XYPEX concentrate, hins vegar virðist efnið þurfa tiltölulega langan tíma til þess að ná upp fullri virkni. Ljóst er að meiri rannsókna er þörf.

Virkni XYPEX í íslenskri steinsteypu
Höfundur

Gísli Guðmundsson - Hönnun

Skrá

virkni_xypex_24-11-05.pdf

Sækja skrá