PDF · Útgáfa 05-03 — febrúar 2005
Vatns­þol malbiks prófað samkvæmt ÍST EN 12697-12

Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir prófunum á vatnsþoli malbiks sem voru gerðar haustið 2004. Malbik var prófað samkvæmt Evrópustaðli ÍST EN 12697-12, Bituminous
mixtures – Test methods for hot mix asphalt – Part 12: Determination of the water sensitivity of bitumninous specimens. Borið var saman kleyfniþol malbikssívalninga
sem annars vegar voru prófaðir þurrir en hins vegar vatnsmettaðir.

Markmið verkefnisins var að kanna hvort hlutfallsstyrkur eftir vatnsálag geti nýst til þess að meta áhrif vatns á viðloðun malbiks og þannig verið einn þáttur í hönnun þess.
Staðallinn byggir á því að malbik sé prófað eins og það er. Hérlendis er malbik yfirleitt lagt mjög þétt. Tilraunir sýndu að með þessari prófunaraðferð fór hlutfallsstyrkur ekki að lækka fyrr en holrýmd var yfir 3%. Malbikssívalningar voru gerðir í gyroþjöppu og reyndist hún vel við að útbúa sívalinga með fyrirfram gefinni holrýmd.

Vatnsþol malbiks prófað samkvæmt ÍST EN 12697-12
Höfundur

Arnþór Óli Arason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

vatnsthol-malbiks.pdf

Sækja skrá