PDF · Útgáfa 05-04 — febrúar 2005
Superpa­ve

Meginefni skýrslunnar er samanburður á tveim aðferðum til að hanna malbik, Superpave og Marshall. Samanburðurinn byggist eingöngu á heimildakönnun. Helstu niðurstöður eru þessar:
Hönnunaraðferð Superpave hefur að verulegu leyti tekið við af hönnunaraðferð Marshall í Bandaríkjunum og að nokkru leyti í Kanada. Enn sem komið er hefur hún ekki náð fótfestu í Evrópu en nokkrar prófunaraðferðir fyrir bindiefni hafa þó verið teknar upp lítið eitt breyttar í Evrópustaðla CEN. Líkur á að aðferð Superpave verði tekin upp
í Evrópu í óbreyttri mynd á næstu árum eru taldar litlar. Hönnunaraðferð Superpave leggur megináherslu á þol malbiksins gagnvart skriði, þreytubroti, frostsprungum og vatnsnæmi.

Bindiefnisgerðir þær sem einkum hafa verið notaðar hérlendis eru heppilega valdar með tilliti til hættu á skriði og frostsprungum samkvæmt fyrirmælum Superpave um val á bindiefni og henta prýðilega fyrir íslenskt veðurfar. Sennilega er sá hluti Superpave-hönnunaraðferðarinnar sem prófar vatnsnæmi malbiks líklegastur til að koma að notum miðað við núverandi aðstæður hérlendis. Sem stendur yrði lítill ávinningur að því að taka hönnunaraðferðir Superpave upp í heild. Frá þessu er þó ein undantekning; á flugvöllum sem þjóna millilandaumferð gætu hönnunaraðferðir Superpave átt rétt á sér vegna þyngdar flugvélanna. Í framtíðinni hillir undir meiri og þyngri umferð á íslenskum vegum en nú er með aukinni hættu á skriði. Við slíkar aðstæður myndi hönnunaraðferð Superpave njóta sín frekar en nú er.

Superpave
Höfundur

Ásbjörn Jóhannesson - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

rbsk0504.pdf

Sækja skrá