PDF · Útgáfa 05-05 — mars 2005
Saman­burður á arðsemi malbiks og klæð­ingar á þjóð­vegum

Meginmarkmið skýrslunnar er að meta hvenær sé hagkvæmt að leggja malbik á þjóðvegi í stað klæðingar, með umferð á opnunarári sem mælikvarða. Samanburðurinn byggist á hefðbundnum núvirðisreikningum yfir 35 ára tímabil og reiknivextir eru 6 %. Gert er ráð fyrir að hvort tveggja slitlagið sé úr sterku steinefni, umferð á opnunarári sé ýmist 1500, 3000 eða 5000 ÁDU, slitlagið sé ýmist lagt á burðarlag eða slitna klæðingu og að árlegur vöxtur umferðar sé ýmist 2,5 % eða enginn.

Helstu niðurstöður eru þessar:
-Klæðing virðist vera ódýrari valkostur en malbik meðan umferð á opnunarári er minni en 4000 ÁDU eða þar um bil og vöxtur í umferð er 2,5 % á ári. Mörkin færast upp í 5000 ÁDU að minnsta kosti ef umferðin breytist ekki á milli ára. Litlu máli skiptir hvort slitlagið er lagt á burðarlag eða slitna klæðingu.
-Breytingar á reiknivöxtum hafa talsverð áhrif á niðurstöður arðsemisreikninganna og lágir reiknivextir eru malbiki til framdráttar.
-Næmnigreiningar gefa til kynna að 10 % verðhækkun á slitlagsefni hækki núvirtan heildarkostnað um 6 % eða þar um bil en sama verðhækkun á öðrum kostnaðarliðum skipti litlu máli.
-Langflestir þjóðvegir með umferð sem réttlætir malbikun eru innan seilingar frá fastri malbikunarstöð. Annars staðar má leysa vandann með færanlegri malbikunarstöð.
-Kostnaður vegfarenda er vantalinn í útreikningunum, því mörgum kostnaðarliðum af þessu tagi hefur verið sleppt vegna skorts á upplýsingum. Lauslegt mat bendir þó til þess að kostnaður vegfarenda myndi verða malbiki til framdráttar ef hann væri að fullu tekinn með.

Samanburður á arðsemi malbiks og klæðingar á þjóðvegum
Höfundur

Ásbjörn Jóhannesson, Ingvi Árnason, Sigursteinn Hjartarson, Sigþór Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson - HÍ, Hlaðbær Colas, VÍ

Skrá

samanb.-ards.-malb.klaedingrbsk0505.pdf

Sækja skrá