PDF · Útgáfa 05-02 — febrúar 2005
Próf­un á óbundn­um efnum í gyroþjöppu

Verkefnið sem lýst er í þessari skýrslu fólst í samanburðarmælingum á ákvörðun hentugasta þjöppunarraka burðarlagsefna með gyroþjöppun og proctorþjöppun. Athugað
var hvort sambærileg gildi fengust með aðferðunum. Prófuð voru tíu steinefni víðsvegar að af landinu við mismunandi rakastig.

Þjöppunareiginleikar lausra jarðefna eru oft prófaðir með proctor aðferð þar sem efninu er pakkað með fallhamri. Sú aðferð hefur ýmsa kosti en þykir ekki henta vel í
fínefnasnauðu og samloðunarlausu jarðefni eins og notuð eru í burðarlög.

Í gyropressu byggist þjöppun á þrýstingi á sýnið og snúningi móts sem hallar lítið eitt. Einn af kostum gyroþjöppunar er að fylgst er með þjöppunarferlinu í tíma en ekki aðeins við fast álag. Að auki gefur gyroþjöppunin upplýsingar um bæði skerstyrk og rúmþyngd.

Lögun þjöppunarferla var svipuð með þjöppun í báðum aðferðunum og þar sem einkum voru prófuð burðarlagsefni kom sjaldnast fram áberandi rakahámark þjöppunar. Úr gögnum gyroþjöppunnar má skoða þjöppunarferla við mismikið álag.

Prófun á óbundnum efnum í gyroþjöppu
Höfundur

Arnþór Óli Arason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

profun-a-obundnum-efnum-i-gyrothjoppu.pdf

Sækja skrá