PDF · febrúar 2005
Jarð­skjálfta­grein­ing brúar á stauraund­irstöð­um

Verkefnið fjallar um jarðsjálftasvörun stauraþyrpingar. Vorið 2004 var smíðuð ný brú á Brúará hjá Efri-Reykjum í Bláskógabyggð. Brúin var valin sem viðfangsefni verkefnisins þar sem undirstöður brúarinnar eru grundaðar á stauraþyrpingum og yfirbygging brúarinnar hvílir á jarðskjálftaeinangrandi legum.

Ákvörðuð er hreyfðarfræðileg stífni (e. dynamic stiffness) og deyfni (e. damping) staura í stauraþyrpingum undir stöplum brúarinnar. Stífni og deyfnistuðlarnir eru háðir tíðni
bylgjuhreyfingar samkvæmt svokallaðri einfaldri aðferðarfræði sem leidd er út í fyrri hluta verkefnisins. Einnig er sett fram aðferð til að reikna mestu vægis- og kraftáraun á staka staura í stauraþyrpingunum. Farið er stuttlega yfir eðli jarðskálftaeinangrunar, ákvörðun skúfbylgjuhraða í jarðvegi og notkun einingaraðferðarinnar.

Jarðskjálftagreining brúar á stauraundirstöðum
Höfundur

Jón Snæbjörnsson - HÍ

Skrá

jardskjalftagreining-bruar_2005.pdf

Sækja skrá