PDF · Útgáfa 05-01 — febrúar 2005
Bikþeyta til klæð­inga – áfanga­skýrsla 2

Skýrsla þessi er önnur áfangaskýrsla um verkefnið „ Bikþeyta til klæðinga“ sem hófst í maí 2002. Fyrri áfangaskýsla kom út í ársbyrjun 2004 og var þar greint frá vinnu og
framkvæmdum til ársloka 2003. Þessi skýrsla fjallar um verk ársins 2004.

Gerð er grein fyrir tveimur úttektum á tilraunakafla frá 2003. Á árinu voru lagðir tilraunakaflar á þremur stöðum, Borgarfjarðarbraut, Hafravatnsvegi og Suðurlandsvegi
vestan Hvolsvallar. Á hverjum kafla var notuð tvenns konar bikþeyta, klædd með steinefni úr nálægum námum. Einnig var lagður samanburðarkafli með Seljadalssteinefni á hverjum stað. Í skýrslunni eru kaflar um framkvæmd útlagnar, Vialit Plate viðloðunarpróf á bikþeytunni, önnur próf á bikþeytum og fyrstu úttekt tilraunakaflanna.

Bikþeyta til klæðinga - áfangaskýrsla 2
Höfundur

Arnþór Óli Arason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

2004_biktheyta-til-klaedinga.pdf

Sækja skrá