PDF · Útgáfa ITÍ0507/EUT06 — september 2005
Álags­þol stika og saman­burður við drög að Evróp­ustaðli

Á umliðnum árum hafa verið samdir og samþykktir Evrópustaðlar fyrir mismunandi gerðir vegmerkinga. Frumvarp að staðli fyrir stikur, prEN 12899-3, var tilbúið árið 2002. Það hefur ekki enn verið samþykkt, en gæti gengið í gegn fljótlega í samfloti með skiltafrumvörpunum prEN 12899-2, prEN 12899-4 og prEN 12899-5 sem verið er að leggja síðustu hönd á og tengjast stikufrumvarpinu.

Í frumvarpinu er viðauki með tengingu staðalsins við byggingatilskipun Evrópusambandsins. Sú tilskipun hefur lagalegt gildi hér á landi og vörur sem framleiddar eru undir henni þarf að prófa, hafa eftirlit með framleiðslu á og CE merkja. Frumvarpið tekur þó fram að ákvæði hans um einstaka eiginleika stikanna gildi ekki í þeim löndum þar sem þeirra er ekki krafist. Hér á landi þarf því ekki að aðlaga stikurnar verðandi staðli frekar en ástæða þykir til eins og frumvarðið er nú.

Íslensku stikurnar eru nú framleiddar af Reykjalundi og hafa verið þróaðar í samvinnu við Vegagerðina og Jónas Guðlaugsson. Jónas stansar neðri enda stikanna réttan fyrir
fótstykkin sem hann smíðar fyrir Vegagerðina. Vegna umfangs starfseminnar væri æskilegt að hægt væri að bjóða út stikugerðina. Til þess að það sé unnt þarf að skilgreina þá eiginleika sem stikurnar eiga að hafa og þar getur verið mjög ákjósanlegt að taka mið af evrópskum staðli.

Af framangreindum ástæðum telur Vegagerðin nauðsynlegt að máta íslensku stikurnar að nokkru við frumvarp að Evrópustaðli. Mælt er vindþol og höggþol stikanna og
niðurstaðan borin saman við frumvarpið, auk þess sem önnur ákvæði frumvarpsins eru skoðuð lauslega. Samanburðinum er lýst í þessari skýrslu.

Álagsþol stika og samanburður við drög að Evrópustaðli
Skrá

alagsthol-stika-og-evropustadall.pdf

Sækja skrá