PDF · Útgáfa 04-xx — desember 2004
Tilraunakaflar á Vest­fjörð­um 2004 – áfanga­skýrsla 2

Í ársbyrjun 2003 hófst 6 ára tilraunaverkefni, þar sem á fyrsta ári voru lagðir út tilraunakaflar með klæðingu úr völdum efnum af Vestfjörðum, 11 kaflar í Tungudal og 9 í Önundarfirði. Í ár voru gerðar framhaldsprófanir á steinefnunum sem notuð voru í tilraunina, en það voru kornalögunarmælingar, fínefnamælingar og viðloðunarpróf.
Ástandskort voru gerð tvisvar sinnum í ár af tilraunaköflunum, en úttektirnar fóru fram í maí og ágúst.

Aðalmarkmið verkefnisins er að bera saman efni úr þeim berg- og malarnámum sem verið er að nota, til að sjá hvaða efni á að leggja áherslu á að nota sem mest. Jafnframt að nota þá reynslu til að velja nýja vinnslustaði. Gerð var tilraun til að meta og gæðaflokka tilraunakaflana nú eftir eins árs notkun, en þar sem skemmdir eru yfirleitt litlar enn sem komið er, þarf að taka þær niðurstöður með fyrirvara. Engu að síður getur verið fróðlegt að bera saman gæðaflokkun nú og á seinni tímum, þegar afgerandi skemmdir eru komnar fram í sumum kaflanna. Þá kemur í ljós hvort úttekt sem þessi eftir fyrsta veturinn segi eitthvað til um væntanlega endingu klæðinga í vegi við tiltölulega litla umferð.

Niðurstöður rannsókna eru birtar í töflum og línuritum í skýrslunni

Tilraunakaflar á Vestfjörðum 2004 - áfangaskýrsla 2
Höfundur

Pétur Pétursson - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

tilraunakaflar-a-vestfjordum-skyrsla-2004-a-netid.pdf

Sækja skrá