Í ársbyrjun 2003 hófst 6 ára tilraunaverkefni, þar sem á fyrsta ári voru lagðir út tilraunakaflar með klæðingu úr völdum efnum af Vestfjörðum, 11 kaflar í Tungudal og 9
í Önundarfirði. Útlögnin tókst vel í alla staði og er hver úttektarkafli var u.þ.b. 60 m langur. Gerð hafa verið ástandskort af tilraunaköflunum, en úttektir fóru fram dagana
29. júlí og 15. október 2003. Einnig hafa verið gerðar umfangsmiklar prófanir á þeim steinefnum sem notuð voru í tilraunakaflana, svo og lýsingar á námum tilraunaefnanna sem birtar eru í viðauka við þessa skýrslu.
Aðalmarkmið verkefnisins er að bera saman efni úr þeim berg- og malarnámum sem verið er að nota, til að sjá hvaða efni á að leggja áherslu á að nota sem mest. Jafnframt
að nota þá reynslu til að velja nýja vinnslustaði. Meta þarf endanlega reynslu úti í vegi en við litla umferð getur það tekið langan tíma.
Pétur Pétursson - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins