PDF · Útgáfa S-25 — júní 2004
Steypt slitlög – áfanga­skýrsla

Gerðar voru rannsóknir á sex slitlagsköflum úr steinsteypu sem voru lagðir á Akranesi og í Kópavogi með skriðmótavél Steinvegar ehf sumarið 1999. Rannsóknirnar beindust fyrst og fremst að efniseiginleikum slitlagsins og yfirborðseiginleikum þess. Ennfremur var safnað upplýsingum frá steypuframleiðendum um eiginleika steypuefna og
steypuframleiðsluna. Markmið verkefnisins var að kanna hvort þessi slitlög uppfylltu kröfur sem gera má ráð fyrir að steypt slitlög þurfi að uppfylla. Niðurstöður prófana voru bornar saman við kröfur í sænskum verklýsingum, þar sem íslenskar verklýsingar ná aðeins að litlu leyti til steyptra slitlaga

Steypt slitlög - áfangaskýrsla
Höfundur

Ásbjörn Jóhannesson - BUSL

Skrá

steypt-slitlog.-afangaskyrsla.pdf

Sækja skrá