PDF · Útgáfa E-44 — ágúst 2004
Fínefni í malars­litlög

Viðhaldskostnaður á malarslitlögum og aksturseiginleikar þeirra fara að verulegu leyti eftir efnisgæðum slitlaganna. Í þessari skýrslu er fjallað um æskilega eiginleika efnis í malarslitlög. Þar eru rakin ýmis atriði sem almennt eru talin hafa áhrif á gæði malarslitlaga, meðal annars með skírskotun til innlendra og erlendra staðla, en meginefni
skýrslunnar fjallar um niðurstöður margháttaðra mælinga á sýnum úr íslenskum setnámum og samband þeirra við gæðamat á malarslitlögum úr sömu námum.

Tekin voru sýni úr 49 námum og gæði malarslitlaga úr sömu námum voru metin. Við prófanir á sýnum úr námunum var megináhersla lögð á eiginleika tengda sáldurferli (12 mælikvarðar) og eiginleika sem tengja mætti samloðun (5 mælikvarðar). Gæði slitlaganna voru metin huglægt af verkstjórum og fulltrúa Vegagerðarinnar og þeim gefin einkunn á bilinu 0-10. Við úrvinnslu gagnanna var meðal annars beitt fjölbreytuaðhvarfi (multiple regression analysis).

Fínefni í malarslitlög
Höfundur

Ásbjörn Jóhannesson, Gunnar Bjarnason, Pétur Pétursson og Þórir Ingason - BUSL

Skrá

finefni-i-malarslitlog_2004.pdf

Sækja skrá