PDF · júní 2004
Athug­un á stæðni hárra fyll­inga

Við lagningu vega þarf oft að fara um og yfir erfið svæði eins og skriður, lin jarðlög og mýrlendi. Í þeim tilvikum hafa komið upp erfiðleikar vegna sigs og skriðs í undirstöðunni. Sömu vandamál eru einnig til staðar við aðrar fyllingar við svipaðar aðstæður, t.d. hafnargerð. Með árunum hefur fengist nokkur reynsla af gerð fyllinga,
bæði þar sem vandamál hafa komið upp og einnig þar sem búist var við að vandamál kæmu upp en allt gekk að óskum. Er því talið tímabært að safna saman þeim gögnum sem eru tiltæk frá slíkum mannvirkjum og skoða þau í samhengi.

Verkefnið var unnið í áföngum og styrkt úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Valið er að skipta verkefninu í annarsvegar staði þar sem hreyfingar hafa valdið tjóni eða ótta
um skriður og hinsvegar staði þar sem hreyfingar hafa ekki valdið vandræðum. Reynt er að gera grein fyrir hverju verki fyrir sig með því að lýsa aðstæðum og tilgreina
rannsóknir og boranir. Einnig er tilgreint sig og skrið ef það hefur orðið og gerð grein fyrir líklegum ástæðum. Gerð er grein fyrir niðurstöðum útreikninga á stæðni en þær
liggja fyrir í 7 tilvikum þar sem skrið varð og 6 þar sem það varð ekki.

Athugun á stæðni hárra fyllinga
Höfundur

Jón Skúlason - Almenna verkfræðistofan

Skrá

athugun-a-staedni-harra-fyllinga_2004.pdf

Sækja skrá