PDF · febrúar 2003
Saman­burður þríása­prófs og CBR-prófs á jarð­vegi – áfanga­skýrsla 1

Steinefnabanki BUSL samstarfsins samanstendur af 20 steinefnum frá öllu landinu. Öll efnin eiga það sameiginlegt að hafa verið notuð í burðarlög vega. Á undanförnum
árum hafa fjölmargar prófanir verið gerðar á efnum bankans til að kanna ýmsa eiginleika þeirra, s.s. berggæði, kornalögun, kornarúmþyngd og styrk einstakra korna. Engar prófanir hafa hins vegar verið gerðar á eiginleikum hvers efnis sem heild, þ.e. á allri kornakúrfu efnisins eins og það væri notað úti í vegi. Hér eru hins vegar kynntar niðurstöður úr þremur slíkum prófunaraðferðum (Proctor þjöppunarpróf, CBR-próf og sveiflufræðilegt þríásapróf til ákvörðunar á stífni). Er þetta fyrsti áfangi verksins og er
lokið prófunum á sex efnum steinefnabankans. Fyrirhugað er síðan að ljúka þessum þremur prófunum á öllum efnum bankans á næsta ári (2004).

Samanburður þríásaprófs og CBR-prófs á jarðvegi
Höfundur

Brynhildur Magnúsdóttir og Sigurður Erlingsson - HÍ

Skrá

9-16-2001.pdf

Sækja skrá