PDF · Útgáfa ITÍ0315/HTD15 — desember 2003
Próf­un á endur­skins­film­um fyrir skilti

Á árinu 1997 var ákveðið að Norðurlöndin prófuðu í sameiningu mismunandi endurskinsfilmur fyrir skilti. 3M hafði á grundvelli gæða verið mjög ráðandi á markaðinum, en sumir töldu komnar á markaðinn aðrar filmur af sömu gæðum.

Með því að prófa endurskinsfilmurnar á öllum Norðurlöndunum var markmiðið að meta áhrif veðráttu á endingu filmanna auk þess sem samanburður fengist á filmunum
við mismunandi aðstæður. Á öðrum prófunarstöðum en hér á landi voru skiltin látin snúa í suður og norður til að fá mat á áhrif sólarljóss á endinguna. Það þótti óþarfi að
meta þann þátt líka hér á landi, en þess í stað voru skiltin látin snúa í austur og vestur enda þekkt að austlægar áttir veðri suma hluti meira en vestlægar á sv-horni landsins.

Prófun á endurskinsfilmum fyrir skilti
Höfundur

Páll Árnason - Iðntæknistofnun

Skrá

profun-a-endurskinsfilmum-fyrir-skilti.pdf

Sækja skrá