PDF · Útgáfa 03-12 — september 2003
HVS Nord­ic – Íslensk þátttaka: Athug­un á svör­unar­mæling­um

Fyrri hluta ársins 2000 var gert hraðað álagspróf á íslensk veghlot í Svíþjóð. Annars vegar veghlot með óbundið burðarlag og hins vegar með efri hluta burðarlagsins
bikbundinn. Við prófin var svörun (spennur, streitur, niðurbeygjur o.s.frv) veghlotanna mæld fyrir mismunandi álag og aðstæður. Þessi skýrsla fjallar um yfirferð þessara
mælinga og ýmis konar skoðun á þeim.

Þegar veghlotin sem prófuð voru eru borin saman, kemur í ljós að svörun í neðri hluta þeirra er svipuð, en mismunurinn kemur fram í efri hlutanum. Hönnunarforrit sem skoða spennur og streitur í yfirborði undirbyggingar myndu því komast að því að ending þeirra væri sú sama, ef þessi mældu gildi yrðu lögð til grundvallar. Hjólfaramyndun í köflunum var hins vegar mjög mismunandi og þar af leiðandi ending kaflanna. Af þessu má draga þá ályktun að ending kaflanna sem prófaðir voru í þessu verkefni, ræðst af efri hluta uppbyggingarinnar og aðallega efri hluta burðarlagsins.

Sú skoðun gagnanna sem fjallað er um í þessari skýrslu, er aðeins dæmi, en ýmsir möguleikar eru á enn frekari skoðun þeirra. Stefnt er að því að koma gögnunum inn í
sameiginlegan gagnagrunn Finna og Svía yfir niðurstöður hraðaðra álagsprófa.

HVS Nordic - Íslensk þátttaka
Höfundur

Þórir Ingason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

9-10-2002.pdf

Sækja skrá