PDF · Útgáfa 03-04 — janúar 2003
Endur­teknar mælingar á Bg-stuðli

Markmið verkefnisins var að kanna nánar nákvæmni styrkleikaprófana með "modified" Bg aðferð á tilbúinni "Füller" kornakúrfu. Steinefnabanki Efnisgæðanefndar var prófaður á sínum tíma með aðferðinni og þóttu niðurstöður þeirra prófana benda til að aðferðin gæti hentað vel sem styrkleikapróf fyrir burðarlagsefni. Verkefnið fólst í því að endurtaka BG-modified prófanir á “Füller” kornakúrfu á öllum steinefnabankanum á sama hátt og gert var áður.

Tölfræðileg úttekt á endurteknum mælingum á Bg-stuðli gaf eftirfarandi mat: “Með Bg á bilinu ~ 4-14 eru góðar líkur á að staðalfrávik einstakra prófana sé ~ 0,65 að jafnaði og að 95 % skekkjumörk á einstakri mælingu á Bg sé ± 1,3. Sennilega er r (repeatability) < 0,65 og R (reproducability) > 0,65. Gögnin eru hins vegar of lítil (of fáar endurtekningar á sama efni) til að hægt sé að segja mikið meira”.

Höfundar þessarar skýrslu telja að Bg-aðferðin sem hér er lýst henti vel til mælinga á styrk burðar- og styrktarlagsefna þar sem það á við. Kostir aðferðarinnar eru meðal annars þeir að a) kornakúrfa er í góðu samræmi við það efni sem notað er úti í vegi og b) vísbendingar hafa fengist um að endurtekningarstuðlar séu vel viðunandi.

Endurteknar mælingar á Bg-stuðli
Höfundur

Pétur Pétursson og Gunnar Bjarnason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

9-02-2001.pdf

Sækja skrá