Íslendingar hafa tekið þátt í tveimur evrópskum verkefnum sem lúta að þróun fræðilegra aðferða við burðarþolshönnun vega. Ákveðnar tillögur um líkön komu fram í þessum verkefnum, en ekki hefur þó verið farið af stað með sameiginlega þróun þeirra í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ráðist í endurskoðun á AASHTO hönnunaraðferðinni að hluta til í anda tillagna Evrópuverkefnanna. Norska aðferðin (Handbok 018) sem höfð er til hliðsjónar við burðarþolshönnun vega hér, gerir ráð fyrir að meðal annars sé hægt að nota fræðilegar aðferðir við hönnun
Í ljósi ofangreinds voru þrjú forrit skoðuð með það í huga að kynna þau fyrir aðilum innan Vegagerðarinnar, sem gætu svo prófað að nota þau meðfram sínum daglegu störfum. Forritin voru AASHTO 2002 design guide, MnPave frá Minnesota í Bandaríkjunum og MMOPP frá Danmörku.
Þórir Ingason og Haraldur Sigursteinsson - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins