Árið 1986 voru byggðir nokkrir tilraunavegkaflar rétt sunnan við Laxá í Kjós. Tilraunakaflarnir voru hefðbundnar vegbyggingar með klæðingu, þó voru lagþykktir
burðarlaga nokkru þynnri en venja er til og fínefnainnihald í hærra lagi. Tilgangurinn var m.a. að fylgjast með hvernig veikum vegbyggingum myndi reiða af.
Í þessum tilraunaköflum var síðan komið fyrir ýmsum mælinemum sumarið 1998. Var í um tveggja ára skeið fylgst með frostdýpi og grunnvatnsstöðu, raka og hitastigi
á mismunandi dýpi, auk þess sem burðarþol var mælt reglulega með falllóði. Sýni voru einnig tekin úr burðarlögum og fyllingum veganna. Tilgangurinn var m.a. að
fylgjast með og afla upplýsinga um áhrif veðurfars á burðarþol vegarins.
Í þessu verkefni sem ber heitið Tilraunakaflar vegagerðarinnar – Samanburður á CBR gildum og niðurstöðum úr þríásaprófunum. er unnið með sýni sem tekin voru úr
einu vegsniði.
Brynhildur Magnúsdóttir og Sigurður Erlingsson - HÍ