PDF · Útgáfa 02-01 — janúar 2002
HVS-Ís­land. Bakreikn­ingar stífn­istuðla út frá falllóðs­mæling­um

Fyrri hluta ársins 2000 var gert svokallað hraðað álagspróf á íslenskum veguppbyggingum í Svíþjóð. Í tengslum við þá tilraun voru gerðar falllóðsmælingar, bæði við byggingu kaflanna og þegar álagsprófinu var lokið.

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum falllóðsmælinganna og fjallað um bakreikninga efnisstuðla út frá þeim sem voru gerðar áður en hraðaða álagsprófið hófst. Forritð EVERCALC, frá Washington Department of Transportation var notað við bakreikningana.

Niðurstöður benda til að raunhæfust mynd efniseiginleika fáist þegar ekki er reiknað með steyptu lagi í botni gryfjunnar sem kaflarnir voru byggðir í. Efnisstuðlar mismunandi laga eru þá á bilinu 200 til 260 MPa fyrir undirlagið (sand), 180 til 420 MPa fyrir efra og neðra burðarlag sett saman og 570 til 730 MPa fyrir bikbundið lag. Efnisstuðlar efra og neðra burðarlags höfð hvort í sínu lagi eru svipaðir um 200 til 300 MPa.

HVS-Ísland. Bakreikningar stífnistuðla út frá falllóðsmælingum
Höfundur

Þórir Ingason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

bakreikn.pdf

Sækja skrá