PDF · Útgáfa 02-07 — maí 2002
Evrópu­stöðl­un á nýju frost­þols­prófi með salt­lausn

Undirritaður kynnti frostþolspróf Steinefnanefndar árið 1994 fyrir TG 9, en það var sú vinnunefnd innan CEN/TC 154 (Aggregates) sem hafði það hlutverk að setja fram
prófunaraðferðir fyrir frostþol steinefna. TG 9 fannst aðferðin athyglisverð og sýndi því skilning að þörf væri á saltvatnsprófi. Á sama tíma vann undirritaður einnig að samnorrænu verkefni varðandi frostþolspróf á steinefnum, en það próf er notað hérlendis nú og er kallað Nordtest-prófið (NT BUILD 485 1998). Reynt var að fá það samþykkt sem Evrópustaðal, en vegna tímatakmarkana og ónógra rannsókna reyndist það of seint fyrir fyrstu kynslóð Evrópustaðla. Það sem fékkst samþykkt í fyrstu kynslóðina var:
a) upplýsandi viðauki í ferskvatnsstaðalinn, þar sem gefinn er kostur á að prófa í saltvatni (óskilgreind aðferð) og b) tilvísun í þá prófunaraðferð í framleiðslustöðlum um prófanir á steinefnum til ýmissa nota (malbik, steypu, óbundin o.s.frv.)

Evrópustöðlun á nýju frostþolsprófi með saltlausn
Höfundur

Pétur Pétursson - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

evropustodlun_2001.pdf

Sækja skrá